7.júní 2021
Félagsfundur samþykkti eftirfarandi:
Fréttir
Fundarsamþykkt
Á félagsfundi sínum þann 7.júní 2021 samþykkti félagið eftirfarandi: Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga mælir með því við Fjármála- og efnahagsráðuneyti að reiknigrundvöllur FÍT um spá um hækkandi lífslíkur verði hluti af staðalforsendum tryggingafræðilegra athugana fyrir árið 2021. Mælir FÍT með að samhliða upptöku reiknilíkansins geri lífeyrissjóðir breytingu á viðmiðunaraldri lífeyrisréttinda í samræmi við spálíkan FÍT og …
Aðalfundur haldinn og nýr ritari kosinn
Aðalfundur félagsins var haldinn 5.5.2021. Skv. samþykktum voru venjuleg aðalfundarstörf og þar á meðal kosinn nýr ritari, Benedikt Jóhannesson, sem tekur við af Helga Þórssyni sem verið hefur ritari félagsins síðastliðinn 3 ár. Í stjórninni næsta árið eru því, auk Benedikts, þau Þórir Óskarsson formaður og Steinunn Guðjónsdóttir gjaldkeri.
Spá um dánartíðni
Félagið samþykkti á fundi sínum, 9. desember síðastliðinn, nýtt spálíkan um breytingar á dánartíðni til framtíðar, eftir tillögu lífnefndar félagsins. Til grundvallar liggja gögn frá 1998-2018. Þetta líkan tekur við því líkani sem félagið gaf út í lok árs 2015. Sjá má upplýsingar um líkanið undir útgefnu efni hér