Fundarsamþykkt

Á félagsfundi sínum þann 7.júní 2021 samþykkti félagið eftirfarandi:

Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga mælir með því við Fjármála- og efnahagsráðuneyti að reiknigrundvöllur FÍT um spá um hækkandi lífslíkur verði hluti af staðalforsendum tryggingafræðilegra athugana fyrir árið 2021.

Mælir FÍT með að samhliða upptöku reiknilíkansins geri lífeyrissjóðir breytingu á viðmiðunaraldri lífeyrisréttinda í samræmi við spálíkan FÍT og framlagða töflu.

Hvatt er til að Alþingi geri samskonar breytingar á ákvæðum laga um þann aldur sem réttur stofnast til greiðslu ellilífeyris almannatrygginga.

Einnig er hvatt til að Alþingi geri nauðsynlegar breytingar á aldursmörkum um lágmarkstryggingavernd.