Helgi Bjarnason hefur verið kosinn ritari á aðalfundi félagsins 23.apríl 2024 og tekur við af Benedikti Jóhannessyni sem verið hefur ritari félagsins síðastliðinn þrjú ár.
Nýjar dánar- og eftirlifendatöflur
Félagið hefur reiknað nýjar dánar- og eftirlifendatöflur þjóðarinnar byggðar á reynslu áranna 2018-2022. Vert er að taka fram að töflurnar byggja á mannfjöldatölum Hagstofu Íslands. Nálgast má töflurnar undir “Útgefið efni” hér á heimasíðunni.
Formannskosning
Sigurður Freyr Jónantansson hefur verið kosinn formaður á aðalfundi félagsins 2.maí 2023 og tekur við af Þóri Óskarssyni sem verið hefur formaður síðastliðinn þrjú ár.
Fundarsamþykkt
Á félagsfundi sínum þann 7.júní 2021 samþykkti félagið eftirfarandi:
Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga mælir með því við Fjármála- og efnahagsráðuneyti að reiknigrundvöllur FÍT um spá um hækkandi lífslíkur verði hluti af staðalforsendum tryggingafræðilegra athugana fyrir árið 2021.
Mælir FÍT með að samhliða upptöku reiknilíkansins geri lífeyrissjóðir breytingu á viðmiðunaraldri lífeyrisréttinda í samræmi við spálíkan FÍT og framlagða töflu.
Hvatt er til að Alþingi geri samskonar breytingar á ákvæðum laga um þann aldur sem réttur stofnast til greiðslu ellilífeyris almannatrygginga.
Einnig er hvatt til að Alþingi geri nauðsynlegar breytingar á aldursmörkum um lágmarkstryggingavernd.
Aðalfundur haldinn og nýr ritari kosinn
Aðalfundur félagsins var haldinn 5.5.2021. Skv. samþykktum voru venjuleg aðalfundarstörf og þar á meðal kosinn nýr ritari, Benedikt Jóhannesson, sem tekur við af Helga Þórssyni sem verið hefur ritari félagsins síðastliðinn 3 ár. Í stjórninni næsta árið eru því, auk Benedikts, þau Þórir Óskarsson formaður og Steinunn Guðjónsdóttir gjaldkeri.
Spá um dánartíðni
Félagið samþykkti á fundi sínum, 9. desember síðastliðinn, nýtt spálíkan um breytingar á dánartíðni til framtíðar, eftir tillögu lífnefndar félagsins.
Til grundvallar liggja gögn frá 1998-2018. Þetta líkan tekur við því líkani sem félagið gaf út í lok árs 2015.
Sjá má upplýsingar um líkanið undir útgefnu efni hér
Aðalfundur félagsins haldinn og nýr formaður kosinn
Aðalfundur félagsins var haldinn 22.10.2020. Skv. samþykktum voru venjuleg aðalfundarstörf og þar á meðal var kosinn nýr formaður, Þórir Óskarsson, sem tekur við formennskunni af Bjarna Guðmundssyni sem verið hefur formaður félagsins síðast liðinn 3 ár. Í stjórninni næsta árið eru því, auk Þóris, þau Steinunn Guðjónsdóttir gjaldkeri og Helgi Þórsson ritari.
Nýjar dánar- og eftirlifendatöflur
Félagið hefur reiknað og gert að tillögu sinni nýjar dánar- og eftirlifendatöflur þjóðarinnar byggðar á reynslu áranna 2014-2018. Eins hafa lífslíkur sjóðfélaga lífeyrissjóða, sem lagðar voru til 20.desember 2018 verið uppfærðar í samræmi við þessar nýju líkur. Hvort tveggja má nálgast undir “Útgefið efni” hér á heimasíðunni.